Vitleysa

Ég var að tala um það hve mér fyndist þjóðfélagið allt vera á vitlausri leið og gott dæmi um það er umræðan um olíuhreinsunarstöð á Vestfjörðum. Það á ekki að þurfa að ræða um svona lagað, bara að drífa sig í að koma stöðinni upp. Atvinnuástandið fyrir vestan er þannig að 500 störf við stöðina vega vel upp þá mengun sem hún er talin blása út i andrúmsloftð. Talandi um mengun; ég var á ferðinni á Teneriffe fyrir páska, allt í lagi með það, sól og blíða, enda eyjan auglýst sem paradís og stendur vel undir nafni, sérstaklega ef maður kemur þangað úr kuldanum hér heima. Loftið tært og hreinlætið mikið. En, það er olíuhreinsunarstöð á Teneriffe!!!  Þangað er olía flutt frá Afríku, hreinsuð og síðan flutt út í heim. Staðsetningin gerir það að verkum að bensín er hvergi lægra í Evrópu en á Teneriffe. Er það ekki einmitt það sem okkur vantar á Íslandi; ódýrara bensín? Jújú, segja allir, en svo kemur forsjárhyggjuliðið og prédikar um mengun og gróðurhúsalofttegundir og komast upp með það án þess að sýna fram á nokkra einustu sönnun, máli sínu til stuðnings. Við, sem eigum bara venjulega bíla, eigum að fara að borga hærri skatta en þeir sem aka um á vetnis- og rafmagnsbílum, borgarfulltrúar eru að truflast í hreinsunarátaki loftsins og rétt hinu megin við lífshornið er útblástursskattur flugfélaganna. Og hvar eru svo sannanirnar fyrir því að við íslendingar séum að keyra lífríki heimsins til helvítis?: Hlýnun!!! Það hefur hlýnað á landinu um einhverjar míkrógráður og skelfingin hefur gripið forsjárhyggjuliðið hreðjartökum. Sveimérþá, það mætti halda að þjóðin væri búin að vera í frystigeymslu alla sína hunds- og kattartíð. Það er eins og það hafi aldrei hlýnað á Íslandi. Það er hreinlega engu líkara en hér verði helst að bresta á ísöld til þess að menn sætti sig við lífið. Ef einhverjum dettur í hug að hann geti byggt og búið í ósnortinni náttúru án þess að hún breytist hið minnsta við þá búsetu er sá hinn sami fífl.  Slíkt er útilokað, eða dettur einhverjum í hug að heiðlóan haldi áfram að verpa, þá væntanlega undir húsum og bílastæðum, á holtum og hæðum Reykjavíkursvæðisins? Umræða um mengun á vissulega rétt á sér, en hún verður að vera í hlutfalli við vilja þjóðarinnar til að búa á landinu. Það er allt í lagi að vera á móti mengun, en ofstæki og forsjárhyggja hjálpar ekki, a.m.k. ekki vestfirðingum til að bæta atvinnuástandið.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Já, við megum ekki gera náttúruvernd að trúarbrögðum.

Benedikt Halldórsson, 23.4.2007 kl. 10:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristján S Elíasson
Kristján S Elíasson

Sjómaður

I´ll Walk a mile

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 290

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband