Snillingur

Já, mér finnst ég vera snillingur eftir að mér tókst að blogga eina setningu!! Ég er nefnilega svo vitlaus hvað varðar allt viðkomandi tölvum, en þetta tókst sem sagt hjá mér. Góður!!!!

Ástæða þess að ég tek mér fyrir hendur að blogga er fyrst og fremst hvað mér finnst allt heila þjóðfélagið vera á vitlausri leið. Nú skrifa ég eins og það sé eitthvað merkilegt að ég hafi skoðanir á þjómálum, að mínar skoðanir séu eitthvað merkilegri en annarra og að þessvegna sé nauðsynlegt að ég bloggi og gefi þar með almenningi tækifæri til þess að lesa þessar skoðair mínar, sem auðvitað er sannleikanum samkvæmt. En, látum það liggja milli hluta. Ég er hinsvegar á móti ríkisstjórninni, á móti íhaldsflokknum og algerlega á móti hækjunni (Framsókn). Hef verið vinstri sinnaður alla mína tíð og skammast mín sko hreint ekkert fyrir það. En því get ég lofað, mér og öðrum, að ef Samfylkingin, sem ég hef stutt frá stofnun þess flokks, að ef Samfylkingin fer í samstarf eftir kosningar með íhaldinu eða hækjunni þá kýs ég þann flokk aldrei aftur. Ég hef svo mikla andstyggð á hækjunni að þegar Ólafur Ragnar,(gamall hækjukall) gerðist formaður Alþýðubandalagsins sáluga, þá sagði ég mig úr þeim flokki. Þetta eru auðvitað alvarlegar hótanir, þ.e. að kjósa aldrei Samfylkinguna aftur, en mér finnst enn alvarlegra ef flokkurinn svíkur kjósendur sína með því að fara í samstarf með aðilum sem hann hefur barist gegn í áratugi.

Þetta er sem sagt færsla númer 2.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristján S Elíasson
Kristján S Elíasson

Sjómaður

I´ll Walk a mile

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 290

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband