Atkvæðavesen

Jæja, þá er Solla stirða komin heim úr kosningaferðalaginu til Afríku og var bara nokkuð ánægð með árangurinn, að mér skildist á viðtali við hana. Hvort hún náði í einhver atkvæði veit ég ekki en mitt atkvæði er farið að lafa heldur lauslega við Sf. eftir að lengra líður frá myndun ríkisstjórnarinnar. 'eg batt mikla vonir við ríkisstjórn Sf og íhaldsins en þær vonir dofna, mér liggur við að segja, með hverjum deginum sem líður. Enn hefur Ísland ekki verið tekið af lista yfir "hina staðföstu", þ.e. þá sem studdu, og styðja, innrás amríkana í Írak. Man ekki betur en það hafi verið krafa Sf á síðasta vetri að Ísland yrði tekið af þessum lista og því átti ég von á að það yrði gert þegar Sf var komin í ríkisstjórn. Solla talaði að vísu við amríska sendiherrann og einhvern pótintáta að westan og sagðist hafa sagt þeim að íslenska ríkisstjórnin liti ástandið í Írak alvarlegum augum. Ég meina; hver sér eitthvað skoplegt við ástandið í Írak? Ekki ég og ég efast stórlega að Ingibjörg Sólrún sjái eitthvað fyndið í því að þúsundir eru drepnar í borgarastríðinu í Írak sem amríkanar komu af stað með aðstoð og stuðningi íslendinga. En hún verður að segja eitthvað allt annað, af því að hún hefur látið íhaldið múlbinda sig og það er helvíti skítt, þó ekki sé dýpra í tekið árinni. Svo er nú annað sem gerir það að verkum að atkvæðið er farið að hanga lauslega við Sf, en það er aðgerðin hennar Jóhönnu gömlu, að skerða lán Íbúðalánasjóðs úr 90% í 80%. Sú aðgerð er fyrst og fremst til þess fallin að fólk hefur ekki efni á að kaupa sér húsnæði, nema þá úti á landi. Þetta er kannski landsbyggðatrikk Sf?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristján S Elíasson
Kristján S Elíasson

Sjómaður

I´ll Walk a mile

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 232

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband