Fundur

Í gær var ég á afar merkilegum fundi ásamt fáeinum félögum mínum frá Hafliðaárunum. Bjössi Birgis hafði fengið þá hugdettu í höfuðið að safna peningum til þess að láta smíða líkan af síðutogaranum Hafliða SI 2 og gefa Síldarminjasafninu á Siglufirði til minningar um þá menn sem á skipinu störfuðu. Þetta var svo sem ekki fyrsti fundurinn okkar, áður höfðum við hist á Aski og slafrað í okkur á meðan við sögðum sögur og svo var aðeins minnst á líkanið. Í gær hittumst við hjá Gunnari Trausta í húsakynnum Merkismanna og enginn matur til að dreifa huganum, utan nokkrir kexpakkar sem einn af félögunum tæmdi samviskusamlega. Líkan, eins og það sem við höfum í huga, er ekkert smáverkefni að smíða. Það verður um 1,5. metra langt og byggt eftir ströngustu kröfum næmra minninga, teikningum sem við höfum aflað okkur frá Sjóminjasafninu í Hull á Englandi og svo auðvitað ljósmyndum.  Til stendur að setja upp heimasíðu og þar verða settar inn sögur og upplýsingar um skipið, listi yfir þá menn sem verið hafa á skipinu og fleira. Við vonumst til þess að fá sem flesta til samstarfs við okkur um þetta þjóðþrifamál og að sem flestir taki upp budduna og gefi til verksins fáeinar krónur því þetta gerist ekki án þess að peningar komi við sögu enda gert ráð fyrir að svona líkan kosti allt að 2 milljónum króna.

En þetta er sem sagt að fara af stað og hlakka ég mikið til.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristján S Elíasson
Kristján S Elíasson

Sjómaður

I´ll Walk a mile

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 290

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband