Á sjó

Þá er maður kominn á sjóinn aftur og það er blessuð blíðan, sólskin og næs. Farfugl villtist hingað um borð í gær, lóuþræll sýndist mér, þreytulegur til flugsins og það varð hans bani. Gjörvilegur smyrill renndi sér úr háloftunum og drap þrælinn fyrir augunum á okkur þar sem við vorum að dúlla á dekkinu. Fönguleg sjón, en um leið sorgleg.

Fiskiríið er ekki upp á marga fiska hér í úthafinu nú sem stendur, um tonn á togtíma. Undanfarin ár hefur tíminn, sem nú fer í hönd, verið sá besti á vertíðinni og mönnum líst ekki á blikuna ef ekki fer að glæðast.

Nú eru kosningarnar liðnar og vonin, sem bjó í brjósti manns á kosninganótt, er liðin hjá. Enn einu sinni sitjum við uppi með íhaldið og hækjuna. Það sem helst vekur manni von er að í næstu kosningum þurkist hækjuflokkurinn út, maður getur látið sig hlakka til þess næstu 4 árin.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristján S Elíasson
Kristján S Elíasson

Sjómaður

I´ll Walk a mile

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband