Kominn í land

Jæja, þá er maður kominn í land eftir 3ja vikna reisu á Reykjaneshrygginn. Árangurinn er tæplega fullfermi af úrvals úthafskarfa. Það bilaði hjá okkur serverinn fyrir internetið og því hef ég ekkert getað bloggað, mér til mikillar armæðu. Ég hafði nefnilega hugsað mér að vera með ofurgáfulegt blogg um stjórnarmyndunartilraunirnar og afleiðingar þeirra, en sem sagt allt bilað og meira að segja virkaði síminn ekki heldur. Maður er svo sem ekkert að kippa sér upp við svona bilerí, búinn að vera á sjó í 40 ár og kynnast mörgum alvarlegri bilunum, bæði á tækjum og mönnum.  Stjórnarmyndunin tóks bærilega og væntir maður mikils af þessari stjórn.

Gaman að segja frá því hér að strákarnir í Hafliða-félaginu hafa ekki setið auðum höndum á meðan ég veltist um á hafinu. Fóru í rannsóknarferð í Víkina og mér skilst að þeir séu búnir að finna mann til að smíða líkan af Hafliða. Ekki nóg með það, heldur hafa þeir stofnað félag til þess að hefja fjársöfnun til líkanasmíðinnar og sett upp heimasíðu, si2.is.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristján S Elíasson
Kristján S Elíasson

Sjómaður

I´ll Walk a mile

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband