Langt í burtu.

Netsambandið er dálítið skrýtið hérna á Venusi; það næst ekkert samband ef við erum á austurstefnu og varla á suður- og norðurstefnu. Vesturstefnan er best og nú erum við að toga í vestur.

Þá ætla ég loks að gera tilraun til þess að skrifa á bloggið mitt eins og eina færslu.  Ég er staddur í Barentshafi, nákvæmlega á 70°N og 37°A sem er helvíti langt í burtu frá heimaslóðunum. Núna er svarta þoka og norðaustan golukaldi og frekar lítið um að vera á slóðinni. Það eru hér mörg skip, 5 norsk, 4 færeysk og dágóður helingur af pínulitlum rússneskum, hálfgerðum snurvoðapungum, líkastir dráttarbátum í laginu. Hér erum við um 70 mílur frá næsta landi og þykir mér þessir pungar vera nokkuð langt frá landi, ef gerði brælu, en slík veður eru víst sjaldgæf hér norður frá á sumrin. Talandi um veður. Enn dynja á heimsbyggðinni fréttir af náttúruhamförum, ef hamfarir skyldi kalla. Rigningar hér, þurkar þar, og skýrslur frá hinum og þessum stofnunum um hvílíkar hamfarir bíði fólksins á jörðinni í framtíðinni, ef ekkert verður að gert. Það þarf að flytja fólk svoleiðis milljónum saman út og suður og gefa því að éta vegna uppblásturs og þurka og annarra náttúruhamfara. En það dettur engum í hug að taka kalla eins og Mugabe og flytja hann í aðra veröld. Hann er búinn að gera Simbabve, sam áður var auðugt land og sjálfu sér nægt, að enn einu betliríkinu í Afríku, og sver sig vel í ætt við aðra afríska höfðingja. Svo situr Solla utanríkis á samkundu með þessum afrísku þjóðarmorðingjum og þykir það bara allt í lagi; þeir ætla nefnilega "kannski" að styðja framboð Íslands til öryggisráðs SÞ. Djísús! Maður hefði trúað því upp á ráðherra íhaldsins að sitja svona samkomur og guma af því, en að fulltrúi Sf skuli sækja slíka mafíusamkomu, því hefði ég átt erfitt með að trúa, allavega fyrir kosningar.

Þessar náttúruhamfarir eiga víst að stafa af auknum gróðurhúsalofttegundum í andrúmsloftinu og ef menn hætta ekki að menga, eins og þeir gera í dag, verður ólíft á jörðinni eftir nokkur hundruð ár. Þessir spádómar minna mig dálítið á heimsendaspárnar sem maður heyrði í útvarpinu næstum árlega í gamla daga, venjulega frá einhverjum spámönnum, sem í dag teljast misheppnaðir spámenn. Og svo heyrði maður líka af svona smáhópum sem svo gersamlega trúðu á orð spámanna sinns að allir frömdu sjálfsmorð vegna þess að spámaðurinn sagði að það þjónaði engum tilgangi að lifa lengur á jörðinni, allt væri hvort sem er að fara til fjandans. Þetta var auðvitað klikkað lið, að manni fannst. Í dag veltir maður fyrir sér hvort þeir sem halda fram heimsendi venga mengunar séu slíkir spámenn. En , ekki er allt alslæmt. Íslenskir kaupsýslumenn eru búnir að finna lausnina: Kolefnisjöfnun!! Mér finnst þetta kolefnisjöfnunarkjaftæði vera einhver hræðilegasti brandari sem lengi hefur heyrst. Allir verða að kolefnisjafna og borga fyrir það dágóða summu, en það besta við það er að margir trúa því að ein veimiltítuleg hrísla geti kolefnisjafnað einhvern skapaðan hlut, hún á ábyggilega fullt í fangi með að halda lífi í sjálfri sér, þó hún fari ekki að bjarga heiminu frá enn einum heimsendinum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristján S Elíasson
Kristján S Elíasson

Sjómaður

I´ll Walk a mile

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 223

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband