17.5.2007 | 00:45
Fréttabombur?
Stjórnarmyndunarviðræðurnar sem nú standa yfir virðast ekki eins spennandi og fréttamenn reyna að gera þær. Hækjuformaðurinn er margbúinn að reyna að hrista fréttamenn af sér og hefur margtekið fram að þeir, þ.e.a.s. hækjurnar, séu bara að vinna vinnuna sína og það þurfi að gera það. En fréttamenn láta ekki slá sig út af laginu og troða bara hljóðnemanum nær andliti formannsins. Það virðist ekki hafa þau áhrif sem þeir vildu helst, sem sé að formaðurinn talaði af sér eða upplýsti þjóðina um einhver dörtí bissness leyndó hækjunnar. Alltaf jafnleiðinlegt þegar reynt er að búa til fréttir, gera eitthvað voðalega vinsælt, þegar meirihluti þjóðarinnar lætur sig það litlu varða hvort hækjurnar eru á fundi eður ei. Allir hvort eð er búnir að fá leið á framsóknartuðinu. Hins vegar miklu meira spennandi að vita hvort Sf eða Vg tekst að komast undir íhaldssængina og menn velta því fyrir sér hvort þá verði vörugjöld og tollar á landbúnaðarafurðir felld niður og maður geti loksins farið að rifja upp gamla lopabragðið af innfluttu lambakjöti og magarínbragðið af útlenska smjörinu.
Það er enn við það sama hér í úthafinu, þó smá breyting. Veiðin er léleg en það er að versna veðrið. Spáin upp á einhverja tugi metar í vindi og ekki finnst manni því á bætandi. Svona er þó bara lífið; skin og skúrir. Ég held maður taki þó hressandi kaldann fram yfir tilbúnar fréttasprengjur.
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.