Virðing

Fyrir nokkrum árum, þegar Guðrún Helgadóttir var einn af forsetum Alþingis, varð henni tíðrætt um minnkandi virðingu almennings fyrir þingmönnum og starfsvettvangi þeirra. Hún virtist ekki skilja, að margt sem þingmenn gerðu þá, fór fyrir brjóstið á almenningi. Það sem Alþingi og þingmenn hafa verið að gera nú, þ.e. á líðandi kjörtímabili, fer svo illa í almenning að jaðrar við krabbamein frekar en brjóstveiki og virðing almennings minnkar stöðugt. Eitt af voðaverkunum eru eftirlaunalögin sem þingmenn færðu sjálfum sér, lög sem hafa hækkað eftirlaun þingmanna um 25% umfram eðlilegar hækkanir slíkra launa og kosta landsmenn fleiri hundruð milljónir á ári, umfram það sem var 2002 og hefði með eðlilegum uppfærslum átt að gera. Þessi umdeildu lög voru, eftir mikið þras á þinginu, samþykkt af stjórnarliðum og einum þingmanni stjórnarandstöðunnar. Annað voðaverk eru lög um framlag ríkissjóðs til stjórnmálaflokka. Það var aukið um tæpan hálfan milljarð og rúsínan í því er að þeir flokkar sem ekki hafa menn á þingi fá ekki krónu, sem gerir nýjum framboðum næsta ómögulegt að bjóða fram, vegna kostnaðar sem því fylgir. Aðalrökstuðningurinn við þessi lög var sá að þegar bókhald stjórnmálaflokkana yrðu gerð opinber mætti framlag frá hverjum og einum stuðningsmanni ekki vera hærra en 300 þús. krónur. Mér fannst vanta í umræðuna og rökstuðninginn sannanir fyrir því að einhverjir, og þá hverjir, hefðu lagt fram meira en þessa upphæð. En þetta mál vafðist auðvitað ekki fyrir þingmönnunum, frekar en önnur þegar þeir þurfa að skera sér sneið af þjóðarkökunni og samþykktu þeir allir að landsmenn hefðu bara gott af því að borga starfsemi flokkanna. Enn eitt, sem ekki eykur virðingu fyrir Alþingi, er tengdahneysklið. Mál sem tengist umhverfisráðherra landsins og hefði umsvifalaust leitt til afsagnar ráðherrans ef gerst hefði í öðru landi. Í einhverju blaði las ég það nú um s.l. helgi að 10 rúmenum hefði verið vísað úr landi vegna betls og skorts á landvistarleyfi. Ég spyr, hversvegna höfðu þessir rúmenar ekki samband við Hækjuflokkinn?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ja hérna hér...maður bara roðnar.

Heimasætan (IP-tala skráð) 10.5.2007 kl. 11:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristján S Elíasson
Kristján S Elíasson

Sjómaður

I´ll Walk a mile

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband