3.5.2007 | 09:27
Tengdahneysklið
Ingibjörg Sólrún stóð sig vel í sjónvarpinu í gærkvöldi. Sjaldan séð hana svona yfirvegaða. Hún fær prik hjá mér fyrir. En ekki fannst mér Bjarni frændi Benediktsson standa sig eins vel í Kastljósinu í gærkvöldi. Hann hlýtur að vera með svima eftir þáttinn, hann snarsnerist þvílíkt í tilraun sinni til að breiða yfir vitleysuna hjá allserjarnefnd. Fyrst sagðist hann ekkert hafa vitað um hagi tengdadóttur hækjunnar en síðar sagði hann nefndarmenn fara mjög djúpt í skoðun á persónulegum högum umsækjenda. Það sem mér þótti þó athygliverðast, var sú staðreynd sem hann nefndi; að allir nefndarmenn höfðu aðgang að gögnum nefndarinnar og að þeir eru miklu fleiri en bara þessir 3 sem nefndir hafa verið í fjölmiðlum og allir samþykktu þeir þessa ríkisborgararéttarveitingu. Sumir virðast þó ekki hafa nennt að lesa gögnin, bara stólað á að aðrir læsu þau fyrir þá. Þetta heitir auðvitað ekkert annað en að svíkjast um í vinnunni og ástæða til að áminna nefndarmenn um betri vinnubrögð í framtíðinni.
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.