Og hinir

Um íhaldið ætla ég ekki að skrifa. Íslandshreyfingin er svona óánægjuframboð, sem á svo sem rétt á sér en ég held það nái ekki inn á þing núna, kannski eftir 4 ár. Aldraðir og öryrkjar eru með réttindamálaframboð og ná ekki inn á þing. Ég skil eiginlega ekki hverjum datt þetta framboð í hug. Það er mikil bjartsýni að búast við því að fólk sem hefur kosið "sinn" flokk alla sína ævi fari að breyta til á síðustu árunum. Nema það fólk hugsi eins og íhaldsmaðurinn sem lá á banalegunni og bað son sinn að skrá sig í Samfylkinguna. "En pabbi," sagði sonurinn undrandi. "Þú sem ert einn af aðalmönnunum hjá íhaldinu, þingmaður fyrir flokkinn og flokkurinn verið þér allt. Hvernig dettur þér í hug að yfirgefa hann núna?"  Gamli maðurinn glotti og sagði: "Jú, sjáðu til sonur minn, það er betra að einn af þeim deyji, en einn af okkur."

Frjálslyndi flokkurinn er nauðsynlegur á þingi, ef ekki fyrir sjávarútvegsstefnu sína, þá fyrir það að þingmenn hans hafa talað tæpitungulaust um menn og málefni. Hverjum öðrum en þingmanni F-listans hefði dottið í hug að segja að nefndarmenn Allsherjarnefndar væru að ljúga varðandi tengdahneysklið? Flokkurinn hefur fengið ómaklega umfjöllun vegna stefnu sinnar í innflytjendamálum. Feministapakkið, sem ekki fékk boðsmiða á klámráðstefnuna og vil meina að það sé rétta pakkið til að fjalla um klám, reis upp til handa og fóta og kölluðu þingmenn flokksins rasista fyrir það eitt að vilja tempra innflutning útlendinga til landsins, en gleymdu því hinsvegar að útlendingum frá þriðja heims ríkjum er bannað að flytja hingað. Það er orðið hart að lifa í þessu landi ef ekki má minnast á innflytjendamál án þess að vera kallaður rasisti.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristján S Elíasson
Kristján S Elíasson

Sjómaður

I´ll Walk a mile

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband