Til hamingju með daginn !!

1. maí er í minningunni mesti hátíðisdagurinn. Þegar ég var gutti á Siglufirði hlakkaði mig óskaplega til þessa dags því þá fékk maður að bera fána og ganga í takt í skrúðgöngu undir tónlist Lúðrasveitar Siglufjarðar. Það var um að gera að mæta snemma niður í Þróttarhús við Gránugötuna svo maður næði í rauðan fána, dagurinn var hálfeyðilagður ef maður þurfti að dröslast með þann íslenska. Rauðu fánarnir voru baráttufánar. Fánarnir, sem við börnin fengum að bera, voru mun minni en þeir sem fullorðnir báru og þegar öll fánaborgin var komin á ið upp Gránugötuna, í áttina að Torginu, leið manni eins og maður væri partur af einhverju stórkostlegu, sem maður vissulega var, þó maður gerði sér ekki almennilega grein fyrir því þá. Ræðuhöld dagsins fóru held ég alveg framhjá mér á þessum árum, enda aðalspenningurinn ekki fyrr en þeim lauk, ætli maður hafi ekki bölvað í hljóði þessum köllum og kellingum sem þurftu að tala og tala og teygja lopann, að manni fannst. Aðalnúmerið var kvikmyndasýningin í Suðurgötu 10. Þar voru gjarnan sýndar magnaðar skrípómyndir og svo var skotið inn nokkrummyndum af "velheppnuðum" landbúnaðarafrekum Sovétmanna þar sem aðalleikararnir voru vel bústnar og sólbrúnar traktorsmeyjar og brilljantíngreiddir soldátar í sumarfríi að hjálpa til við að fullkomna afrekið.

Nú mörgum, árum síðar, er baráttudagur verkalýðsins alveg jafnhátíðlegur fyrir mér, þó ekki mæti ég í kröfugöngur, enda sjálfsagt erfitt að fá fána til að bera. Nú er ég meira gefinn fyrir ræðuhöldin og dagurinn nær hámarki þegar ég heyri Nallann, það klikkar ekki að ég fæ gæsahúð þegar ég heyri það lag. Það fer jafnvel um mig sæluhrollur við tilhugsunina um hve miklu verkalýðsbaráttan hefur áorkað í gegn um tíðina. Ef það fólk, sem fyrrum lagði sig fram í baráttunni, hefði ekki staðið sig í stykkinu þá værum við á sama plani og Bandaríkjamenn þar sem eru lélegustu almannatryggingar í vestrænum heimi, þar sem skólakerfið er varla til nema fyrir þá ríku og þar sem eymd og volæði ríkir hjá almennum borgurum. Dagurinn í dag fyllir mig þakklæti til verkamanna- og kvenna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristján S Elíasson
Kristján S Elíasson

Sjómaður

I´ll Walk a mile

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband