Hinir

Þó ég sé vinstri sinnaður er ekki þar með sagt að ég gleypi við öllu sem flokkarnir á vinstri kantinum segja og gera. Margt gott hafa þeir í gegn um söguna gert, en líka margt miður gott. Það eitt að þeir hafi ekki náð að sameinast, þegar það var reynt síðast, er blettur á sögu þeirra og beinlínis svekkjandi að það skuli vera fyrrum félagar mínir úr Alþýðubandalaginu sem hafi komið í veg fyrir það. Þessir félagar mínir, sem sífellt töluðu um ólýðræðisleg vinnubrögð hægri flokkana, gátu sem sagt ekki fellt sig við lýðræðið þegar á hólminn var komið í sameiningunni, sáu fram á að verða undir í formannskjöri í Samfylkingunni og hættu þá við og stofnuðu VG. Sá flokkur er svo kapítuli út af fyrir sig. Mér sýnist einna helst að þar sé á ferðinni afturhalds sinnaður þykjukommaflokkur, einskonar ríkiskapitalistar, sem virðast vera á móti öllum framförum, gott ef ekki á móti sjálfum sér þegar allt kemur til alls. "Á móti framförum," segir einhver. " Hvað með stefnuskrána, ekki bendir hún til þess?" Nei rétt er það, en orð eru bara orð, hvað sem hver segir og hvað VG áhrærir grunar mig að þau verði aldrei neitt meira. Fyrir svo utan það að VG á stærstan þátt í því að Þórólfur Árnason, besti borgarstjóri sem verið hefur í Reykjavík, hraktist úr embætti.  Menn segja kannski að það hafi verið vegna þáttar  hans í olíusvindlmálinu, en hvað þá með þátt VG þingmannsins,(man aldrei hvað hann heitir), í tengdahneyskli umhverfisráðherrans nú á dögunum? Á hann ekki að segja af sér? En þá er það hinn vinstri flokkurinn, Samfylkingin. Lítið finnst mér hún skárri, bara ekki alveg að gera sig. Mér finnst formaðurinn, (forkonan), ferlega hallærisleg(ur) og talar einhvernveginn þannig að það virðist endalaust hægt að snúa út úr orðum hennar. Eitthvað svo spæld alltaf og reið þegar hún kemur fram í sjónvarpi að maður nennir ekki að hlusta á hana og skiptir yfir á eitthvað annað, jafnvel auglýsingar á annarri rás, allt er skárra. Ég vorkenni henni blessaðri að þurfa að standa í þessu þrasi, það á ekki við hana, til þess er hún ekki nógu orðheppin enda orðhenglar eins og "umræðupólitík" og "framkvæmdapólitík" ekki beint líklegir til vinsælda. En gallar formannsins eru ekki einu gallarnir sem Samfylkingin þarf að burðast með. Það er m.a. stór galli á flokknum hve leiðinlegt fólk velst í valdastöður innan- og á vegum hans og svo hrikalega ótrúverðugt, það er hreinlega á þarnæsta plani ofan við hækjuna; maður nennir ekki að hlusta á það og trúir því allsekki. Ég held að næst á dagskrá hjá Samfylkingunni sé að losa sig við formanninn, stokka upp í yfirstjórn flokksins og hætta að tala niður til fólks, en það hefur einmitt verið stíll ráðamana í flokknum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristján S Elíasson
Kristján S Elíasson

Sjómaður

I´ll Walk a mile

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband