Minnisleysi-fyrirgefning syndana.

Við íslendingar erum alveg einstaklega gleymnir, sérstaklega á mál er við koma pólitík, afbrotum manna í valdastöðum og svindli. Það er engu líkara en við njótum þess að láta troða á okkur, andlega og líkamlega. Ég hef t.d. ekki heyrt á það minnst að viðskipti landans við veitingahús hafi minnkað um krónu, frekar aukist, ef eitthvað er, þó veitingamenn hunsi lögboðaða lækkun virðisaukaskatts á m.a. matvöru o.fl. Samkvæmt skoðanakönnunum eykst fylgi við íhaldið í komandi kosningum þrátt fyrir að flokkurinn standi sem fastast vörð um hið undur óforskammaða eftirlaunakerfi alþingismanna og ráðherra. Svo birtast pólitíkusarnir kjaftagleiðir og skælbrosandi á sjónvarpsskjánum og þrátta um ekki neitt og vona að þjóðin hafi fyrirgefið þeim þó þeir hafi stolið sér, með löglegum hætti, auðvitað,(hæg heimatökin á þeim bænum), eftirlaunum sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum. Til að gæta sannmælis verð ég að taka það fram hérna að allir stjórnmálaflokkar áttu þátt í setningu laganna um eftirlaunin. Stórfyritæki, eins og olíufélögin eru sýknuð af svindli, sem þau þó höfðu játað á sig, og svo fara þau í mál við ríkið vegna sektar sem þau höfðu fengið á sig vegna brotsins á þeirri forsendu að sektin hafi verið of há, félögin hefðu ekkert grætt á olíusamráðinu. Þetta gera félögin eflaust í þeirri trú að landinn sé búinn að gleyma því að svindlað hafi verið á honum og að félögunum sé fyrirgefið. Þingmaður var dæmdur fyrir þjófnað frá þjóðinni og sat í fangelsi fyrir brot sitt en nú er hann kominn aftur, bísperrtur, enda búinn að bíta það í sig að afbrotið hafi verið tæknileg mistök, og allar líkur til þess að hann verði aftur þingmaður. Landinn virðist hafa fyrirgefið, eða gleymt afbrotinu. Minnisleysi okkar er algert og fyrirgefningin blífur. Þrælpínd og pískuð þjóðin suðar í faðirvorum sínum til Mammons um fyrirgefningu skuldanna, (meinar það ekki), en er heltekin af að fyrirgefa skuldunautunum, eða gleyna syndum þeirra,(og meinar það). Ég er auðvitað engu betri, hef sennilega gleymt helling af svindli og afbrotum og svínslegri framkomu pólitíkusa í minn garð. Svona er þatta bara.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristján S Elíasson
Kristján S Elíasson

Sjómaður

I´ll Walk a mile

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband