Lambasteik á veiðum

Núna eru 2500 kílómetrar í beinni línu til Íslands, en við erum aðeins sunnan við nyrsta hluta Noregs og því er siglingalínan talsvert lengri og hér er enn svarta þoka. Lofthitinn er 5,4°og sjávarhitinn 6,4°, enginn baðhiti það og ber lítið á hlýnun vegna gróðurhúsalofttegunda. Veiðin er ágæt á köflum, dálítill hittingur, eins og gengur og gerist en það virðist sama hvar togað er, það er allsstaðar fiskur, mismikið af honum, auðvitað.

Enn og aftur er kolefnisjöfnunarbrandarinn ofarlega í huga mér. Er nema von að maður hugsi aðeins um þetta rugl; þetta dynur á manni eins og útsöluauglýsingar í útvarpinu, já, og sjónvarpinu líka. Við erum svo asskoti tískuvæn, íslendingar. Allt sem er í tísku er okkar, og meira til. Það sem er ekki, og hefur kannski aldrei verið, í tísku í útlöndum nær hæstum hæðum hjá okkur og fólk gleypir sumt af þessu tískudóti eins og glóðvolgar pylsur og kyngir öllu kjaftæðinu, jafnvel án þess að fá sér kók. Talandi um kók. Hafiði tekið eftir því að hver einasti megrunarkúr, hver einasta megrunarhugmynd, sem verið er að selja trúgjörnu og illa stöddu of feitu fólki byggist upp á hreyfingu? hver einasti(a)! Og það er einmitt lausin; hreyfing, göngutúr er lausin á offituvandamálinu, ekki þetta bull um að éta meira af ávöxtum, grænmeti, kolvetni og hvað þetta drasl allt nefnist. Ég hef aldrei verið mikill ávaxta- né grænmetiskall, ég borða þetta dót með mat og stundum finnst sumum að ég borði ekki nóg af þessu, en ég svara bara eins og einn kunningi minn þegar hann var að borða lambalæri og einhver hafi á orði að hann borðaði ekki nó grænmeti með lambinu. Hann sagði: Þessi rolla, sem lærið er af, borðaði gras alla sína ævi og sjáðu hvernig er komið fyrir henni!!! Í alvöru. Hreyfing er málið og með þeim orðum hætti ég þessu bulli, þarf að hvíla mig.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristján S Elíasson
Kristján S Elíasson

Sjómaður

I´ll Walk a mile

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 259

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband