Malbik í matinn

Jæja, maður getur nú varla sagt annað. Fréttirnar af rosalegum niðurskurði þorskkvóta við Ísland eru áfall. Og aðgerðir ríkisstjórnarinnar eru enn meira áfall. Sértækar aðgerðir til að draga úr áhrifum þessa niðurskurðar eru m.a. að flýta vegaframkvæmdum og bæta símasamband úti á landi! Hahahaha!!!! Maður grenjar af hlátri þegar maður heyrir þetta. Hvað er í gangi? Á fólkið sem, unnið hefur í fiski á landsbyggðinni, að éta malbik þegar það má og fær ekki að verka fisk? Á það að hafa símasambandið í eftirrétt. Notalegur asskoti, eða hitt þó heldur, að geta sest niður eftir malbiksátið og tekið upp tólið, hlustað og lagt það svo frá sér, saddur og ánægður, hlýtur að vera toppurinn á tilverunni. Svo má ekki gleyma því að ríkisstjórnin ætlar líka að bæta aðstöðu fiskverkakvenna úti á landi til endurmenntunnar. Þá spyr maður sig hvort það sé eitthvert vit í því að endurmennta fók úti á landi sem fær hvort eð er enga vinnu, hvort sem það er endurmenntað eða ekki. 

Það er svo spurning af hverju þarf að skera niður eftir ríflega 20 ára uppbyggingu þorskstofnsins? Hvað hefur brugðist og hversvegna?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristján S Elíasson
Kristján S Elíasson

Sjómaður

I´ll Walk a mile

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband