18.5.2007 | 01:20
Að losna við hækju
Það er óþægilegt að vera með hækju. Ég hef að vísu aldrei reynt það sjálfur, en konan mín þurfti að ganga við hækju fyrstu 2 mánuði ársins og henni leið ekkert of vel að þurfa að dandalast með þessa aukahluti. Svo sér maður líka þjáningarsvipinn á Dorrit með þessi hjálpartæki. Mér heyrðist á fréttunum í kvöld, vera léttir í rödd Geirs forsætis þegar hann tilkynnti að íhaldið væri laust við hækjuna. Konan mín var líka fegin þegar hún losnaði við sín hjálpartæki. Hvað framtiðin ber í skauti sér í samstarfi íhaldsins og Sf, ef af verður, er ekki gott að segja. Verður Ísland tekið út af lista hinnna staðföstu þjóða? Verður uppbygging íslenska hersins í Afganistan stöðvuð? Verður stóriðjuskriðan stöðvuð? Þessar og margar fleiri spurningar poppa upp og svo læðist að manni ótti um að Sf verði kannski bara stafur hjá íhaldinu, en maður reynir að hrista af sér drungann og vera bjartsýnn um góð ár framundan nú þegar þjóðin er laus við hækjuna.
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Innlent
- Rask í kjallara bókasafns
- Ég var vakin klukkan fjögur í nótt
- Fundi frestað: Kennarar vilja breyta tillögunni
- Blóðugur maður á gangi í Breiðholti
- Fimm skiptu með sér bónusvinningnum
- Áfram óvissustig á Austfjörðum fram á mánudag
- Þau bara ætla ekki að gefa sig
- Óvissustigi aflétt á sunnanverðum Vestfjörðum
- Byggingarfulltrúi tekur frumkvæði með verkstöðvun
- Mikið vatn ógnaði rafmagni og tölvukerfum
Viðskipti
- Svipmynd: Málsmeðferðin er hröð og skilvirk
- Ákváðu að bretta upp ermarnar
- Svigrúm fyrir fasteignaeigendur
- Stýrir útilokun fyrirtækja
- Tregða í verðbólgunni
- Að skattleggja eggin áður en hænan verpir
- Vilja leggja fjölmiðlanefnd niður
- Sleggjan breytist í Landfara
- Yfir 700 þátttakendur á ferðakaupstefnu Icelandair
- Fréttaskýring: Hægt að fara nýja leið í stjórnmálum
Athugasemdir
Blessaður ! já.. er maður sáttur við nýju baugsstjórnina ? Held það bara.. hér er stuð.. snjóaði í nótt..og massin er að fá Gulu hættuna í þessari viku.. svo er það bara sumarbústaður um hvítasunnuhelgina.. hefði verið gaman að fara í göngutúr með einari áttavillta ? en X hækjan kíkkar kannski og tekur smá survivor á þetta.
Heimasætan (IP-tala skráð) 21.5.2007 kl. 12:35
Taugarnar eru að drepa mig....... Svitinn sem að öllu jöfnu er heitur, er orðinn vel kaldur. Svefninn hefur verið að skornum skammti síðustu daga. Hvað gerir Benni....... eftir nákvæmlega 24 klukktíma þá verður það orðið ljóst, hvaða lið lyftir eftirsóttasta bikar í keppni félagsliða í knattspyrnu. Ég bið Guðina um að hjálpa mér, Steven Gerrard, Jamie Carragher og Rafa Benitez.... Við þurfum allavega á því að halda..
Og Já.. varðandi "Kristjánssynir" þá er ég bara orðinn svo helvíti feitur maður.
Eisi "Cool" Kristjánssynir (IP-tala skráð) 22.5.2007 kl. 20:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.