7.5.2007 | 21:57
Stofnfundurinn
Í dag var haldinn stofnfundur í Hafliði SI 2-félaginu. Það var auðvitað afar fróðegur fundur, hvar fjallað var um félagið frá öllum hliðum og margskonar sögur krydduðu fundarstörfin. Ekki var boðið upp á kex að þessu sinni, aðallega vegna þess að Kexmann mætti ekki, það var heldur ekki keppt í sjómanni milli edrú-manna og hófdrykkjumanna, eins og boðað hafði verið, enda hefði það verið ójafn leikur. Nú liggur næst fyrir að opna heimasíðuna og hellast út í fjársöfnun og fleira þessháttar. Söfnun heimilda um sögu Hafliða er hafin og þrátt fyrir góða þekkingu félagsmanna á sögu skipsins eru allar upplýsingar vel þegnar, hversu litlar sem þær eru.
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.