Hrokadraugurinn

Í fyrsta blogginu minntist ég á andstyggð mína á hækjunni,(Framsókn), og er ég var að koma bókunum mínum fyrir í síðustu viku rakst ég á bókina Fjarri hlýju hjónasængur efti Ingu Huld Hákonardóttur, þá rifjaðist upp fyrir mér ein af ástæðunum fyrir óbeit minni á þessum flokki. Þessa bók ættu allir að lesa. Hún kom út 1992 en á svo sannarlega erindi enn í dag. Mannfyrirlitningin í íslenska bændasamfélaginu fyrr á öldum var svo svakaleg að ýmislegt sem við lesum og heyrum um óréttlæti í mörgum vanþróuðum ríkjum í dag er eins og sunnudagaskóli í samanburði. Bændur nauðguðu vinnukonunum miskunarlaust, giftu þær einhverjum vinnumanna sinna og komu þeim fyrir á einhverju kotbýlinu og héldu svo áfram að nauðga þeim í skjóli þess að þeir áttu kotið. Eignalaust fólk mátti ekki giftast. Athyglivert er að vegna þvermóðsku bændastéttarinnar er talið að iðnbyltingin hafi orðið heilli öld seinna hér á landi en í Evrópu. Fólki var bannað samkvæmt lögum, sem bændur settu, að setjast að í þéttbýliskjörnum. Mannfyrirlitning, þvermóðska og hroki bændastéttar fortíðarinnar er einmitt aðalástæða andstyggðar minna á hækjunni og svo endurómaði þessi hroki í viðtali við umhverfisráðherra í Kastljósi á föstudagskvöldið s.l. Hún ætlaði þar að beita vinsælasta trixi pólitíkusa í viðtölum; að svara ekki spurningum fréttamanns. Lengi vel komst hún ekki upp með það og Helgi Seljan gaf sig ekki, marg endurtók spurningu sína, án þess að fá svar, og þetta var farið að líta út eins og hörkurifrildi, sem það og var, en svo var eins og einhver hefði kippt í spotta; Helgi hætti að ítreka spurninguna og ráðherrann fékk að halda sínu striki, að segja ekki neitt í langri ræðu. Hver kippti í spottana? Var það gamla bændasamfélagið að rukka inn einhverja pólitíska greiða? Eða var það bara þessi gamla samtrygging fjórflokksins, ekkert má gefa eftir, halda bara áfram að juða á fókinu, það gleymir þessu hvort sem er fljótlega. Hvað sem það var, er niðurstaða mín sú að umhverfisráðherra á skilyrðislaust að segja af sér vegna þessa máls. Hún á ekki að koma í sjónvarpið og reyna að stilla sendiboðanum upp til aftöku. Hún á að viðurkenna brot sitt og segja af sér, en það gerir hún örugglega ekki, hún man nefnilega ekki betur en að fólk hér á landi er fljótt að gleyma, svo fljótt jafnvel, að sumt af því kýs hana bara af því að hún var í sjónvarpinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristján S Elíasson
Kristján S Elíasson

Sjómaður

I´ll Walk a mile

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband