Af andrúmslofti

Í síðasta bloggi skrifaði ég eitthvað um tískubóluna og brandarann kolefnisjöfnun. Það eru víst ekki allir sammmála um að þessi brandari virki og verð ég að teljast einn af þeim. Ég á líka bágt með að trúa, eins og nýju neti, að þessar hamfarir sem spáð er vegna mengunar gangi eftir og skil hreinlega ekki hvað veldur því að menn leggist í að gera svona spár, nema auðvitað að það sé til þess að auka það fé sem til þessa hefur verið lagt í rannsóknir á andrúmsloftinu og áhrifum mannfólksins á það. Helvíti finnst mér það lágkúrulegt ef satt er, en hvað gera menn ekki til þess að halda vinnunni. Um áhrif mannfólks á andrúmsloft þarf ekki að deila, a.m.k. ekki innandyra, en svo er spurning hvernig fólk vill upplifa þessi áhrif. Sumir vilja ekki tóbaksreyk inni í sínum húsum, það er vel skiljanlegt. Sumum er hreinlega í nöp við að fólk njóti einhvers yfirleitt. Þessum sömu hefur nú tekist að virkja forsjárhyggju ríkisvaldsins og nú er bannað að reykja á veitinga- og skemmtistöðum, það er að sumu leyti skiljanlegt, en mér finnst það óskiljanlegt að veitingamönnum sé ekki í sjálfsvald sett hvort þeir leyfi reykingar í sínu húsnæði eður ei. Nú heyrast sögur af því að aðalvandamálið á skemmtistöðunum nú sé svitalykt og önnur ólykt af fólkinu sem sækir þessa staði. Annaðhvort hefur reykingalyktin deyft þessa líkamslykt af skemmtihúsagestum eða fólk er hætt að þrífa sig eftir að reykingar voru bannaðar. Líka er til í dæminu að nú séu þeir, sem viðkvæmir eru fyrir tóbakslykt, farnir að sækja skemmtistaðina og vonda lyktin sé af þeim. Hvers eiga þá þeir að gjalda sem finnst reykingalyktin betri en svitalyktin? Eigum við von á lögum um bann við áberandi mikilli svitalykt á skemmtistöðum? Verða kannski settir upp klefar þar sem úðað er á fólk ilvatni, nokkurskonar svitalyktareyðar, eða verður tekinn upp siður frá gamalli tíð, þegar fólk þreif sig ekki nema á vorin og fyrirmenni gengu um með ilmvatnssteinkaða vasaklúta fyrir vitum sér svo þeir fynndu ekki ólyktina af pöpulnum? Þetta eru áhrif á andrúmsloftið innandyra, góð eða slæm, fer auðvitað eftir hverjum og einum, en persónulega finnst mér lykt af tóbaksreyk betri en súr svitalykt, sorrý, svona er ég bara.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristján S Elíasson
Kristján S Elíasson

Sjómaður

I´ll Walk a mile

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 222

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband